Tilgangur og markmið

Sveitarstjórnir Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar hafa ákveðið að kanna möguleika á sameiningu sveitarfélaganna tveggja og munu íbúar kjósa um tillöguna í lok mars 2022.

Verkefnið hefur hlotið Breiðfirðingar og er unnið í samræmi við stefnu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga og þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019–2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019–2023.

Skipuð hefur verið samstarfsnefnd með fimm fulltrúum frá hvoru sveitarfélagi. Stefnt er að því að samstarfsnefnd skili áliti sínu til sveitarstjórna um miðjan janúar næstkomandi með það fyrir augum að kynning tillögunnar hefjist í lok janúar og að kjördagur verði í mars 2022.

Samstarfsnefndin hefur samið við RR ráðgjöf um að stýra verkefninu og leiða vinnu við greiningar.