Kjörskrár aðgengilegar almenningi til sýnis

Þjóðskrá gerir kjörskrárstofn sem sveitarstjórnir fjalla um.
Þjóðskrá gerir kjörskrárstofn sem sveitarstjórnir fjalla um.

Dómsmálaráðuneytið hefur birt auglýsingu um framlagningu kjörskrár vegna sameiningakosninganna 26. mars nk.

Kjörskrá skal leggja fram almenningi til sýnis á skrifstofu sveitarstjórnar eða öðrum hentugum stað eigi síðar en tíu dögum fyrir kjördag.

Kjörskrá í Helgafellssveit er aðgengileg hjá oddvita, en kjörskrá í Stykkishólmsbæ er aðgengileg á bæjarskristofu. Athugasemdir við kjörskrá skal send hlutaðeigandi sveitarstjórn.

Alls eru 893 einstaklingar á kjörskrám, þar af 56 í Helgafellssveit og 837 í Stykkishólmsbæ

Í lögum um kosningar til sveitarstjórnar nr.5/1998 segir m.a:

Sveitarstjórn skal þegar taka til meðferðar athugasemdir er henni berast vegna kjörskrár og gera viðeigandi leiðréttingar á henni. Slíka leiðréttingu má gera fram á kjördag. Óheimilt er að breyta kjörskrá ef tilkynning um nýtt lögheimili hefur ekki borist Þjóðskrá Íslands fyrir þann tíma er greinir í 5. gr.
Sveitarstjórn skal enn fremur fram á kjördag leiðrétta kjörskrá ef henni berst vitneskja um andlát eða um að einhver hafi öðlast, eftir atvikum misst, íslenskt ríkisfang.