Kjörsókn á kjördag.

Kjörfundur hófst kl. 10 í morgun í Grunnskólanum í Stykkishólmi og félagsheimilinu á Skildi í Helgafellssveit. Kl. 13:40 höfðu um 40% kjósenda í Helgafellssveit komið á kjörstað að sögn kjörstjórnar Helgafellssveitar. Í Stykkishólmi höfðu 150 manns greitt atkvæði á kjörstað eða um 18% kjósenda en 82 hafa kosið utan kjörfundar.