Kjörstaðir á laugardaginn

Kosið verður um sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar laugardaginn 26. mars 2022.

Kjörfundir verða á laugardaginn frá kl. 10:00 - 18:00

Í Stykkishólmi fer kjörfundur fram í Grunnskóla Stykkishólms og í Helgafellssveit fer kjörfundur fram í Félagsheimilinu á Skildi.

Kosningarétt eiga allir íbúar sveitafélaganna sem eru með íslenskt ríkisfang og hafa náð 18 ára aldri á kjördag, ríkisborgarar Norðurlandanna sem hafa lögheimili á Íslandi í þrjú ár samfleytt og aðrir erlendir ríkisborgarar eftir fimm ára samfellda búsetu.

Munið persónuskilríkin!