Kynningarbæklingur á leið í hvert hús

Kynningarbæklingur um tillögu um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar eitt sveitarfélag er nú aðgengilegur á vefnum, en hann er í dreifingu um sveitarfélögin tvö. Samstarfsnefnd vann bæklinginn í samstarfi við Anok margmiðlun.

Bæklingurinn er byggður á minnisblöðum samstarfsnefndarinnar sem voru unnin í kjölfar samráðsfunda með íbúum og fundum nefnarinnar með starfsmönnum sem hafa sérstaka þekkingu á þeim málum sem voru til umfjöllunar. 

Bæklingurinn er aðgengilegur hér.