Minnisblöð um málaflokka komin á vefinn

Samstarfsnefnd um sameiningu Helgafelllssveitar og Stykkishólmsbæjar hefur undanfarnar vikur unnið að stöðumati og framtíðarsýn fyrir mögulega sameinað sveitarfélag. Nefndin hefur birt minnisblöð um málaflokka sem finna má hér á vefsíðunni. Hver málaflokkur hefur verið tekinn til umfjöllunar fyrir á fundum samstarfsnefndar með aðkomu aðila og sérfræðinga sem hafa sérstaka þekkingu á þeim málum sem eru til umræðu hverju sinni.

Lagt var mat á núverandi stöðu sveitarfélaganna og hvaða áhrif möguleg sameining gæti haft á viðkomandi málaflokk. 

Samstarfsnefnd hvetur íbúa til að kynna sér minnisblöðin og mynda sér skoðun á málunum fyrir íbúafundi sem fara fram 14. mars.