Sameiningartillaga samþykkt með afgerandi hætti

Íbúar í Helgafellssveit og Stykkishólmsbæ samþykktu sameiningartillöguna með afgerandi hætti. Tæplega 92% íbúa í Stykkishólmi samþykktu tillöguna, meðan tæplega 79% íbúa í Helgafellssveit sögðu já. 

Í næstu viku hefst undirbúningur og innleiðing sameiningartillögunnar, en íbúar munu kjósa nýja sveitarstjórn í sameinað sveitarfélag þann 14. maí næstkomandi. 

  Helgafellssveit Hlutföll Stykkishólmsbær Hlutföll
41 78,8% 422 91,7%
Nei 9 17,3% 34 7,4%
Auðir og ógildir 2 3,8% 4 0,9%
Greidd atkvæði 52 100,0% 460 100,0%
         
Á kjörskrá 56   837  
Kjörsókn 92,9%   55,0%