Samstarfsnefnd velur sér formann

Á fyrsta fundi samstarfsnefndar um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar sem var haldinn þann 14. desember kl.16.15 í Félagsheimilinu Skildi var Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar, kjörinn formaður nefndarinnar. 

Á fundinum var einnig ákveðið að ganga til samninga við RR ráðgjöf sem mun sinna verkefnisstjórn og ráðgjöf við verkefnið.