Fréttir

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin hjá sýslumönnum og má greiða atkvæði á skrifstofum sýslumanna á auglýstum afgreiðslutíma á hverjum stað fram að kjördegi.

Viðmiðunardagur kjörskrár er 5. mars

Flutningar á lögheimili á milli og innan sveitarfélaga þurfa að berast Þjóðskrá í síðasta lagi 5. mars nk. eigi þær breytingar að verða skráðar í þjóðskrá fyrir viðmiðunardag.

Minnisblöð um málaflokka komin á vefinn

Nefndin hefur birt minnisblöð um málaflokka sem finna má hér á vefsíðunni

Álit samstarfsnefndarinnar og helstu forsendur

Það er álit nefndarinnar að íbúar sveitarfélaganna skuli fá tækifæri til að kjósa um sameiningu sveitarfélaganna þann 26. mars næstkomandi. Það er jafnframt álit nefndarinnar að sameiningin muni hafa fleiri kosti í för með sér en galla og henni fylgi mörg tækifæri sem annars stæðu sveitarfélögunum ekki til boða.

Samstarfsnefnd velur sér formann